Meet in Reykjavík PR

Um Meet in Reykjavik og upplysingar um radstefnu- og hvataferdamarkadinn 2016_digital version 01.07.2016

Issue link: http://read.uberflip.com/i/680745

Contents of this Issue

Navigation

Page 1 of 15

Sá mikli vöxtur sem hefur verið í ferðaþjónustunni frá árinu 2010 skýrir stóran hluta af þeim hagvexti sem mælst hefur hér á landi. Ferðaþjónusta tengd ráðstefnum, fundum, hvataferðum og alþjóðlegum viðburðum (MICE) er mikilvægt sóknarfæri á næstu árum enda státar Reykjavíkurborg og nágrenni af aðstöðu sem er samkeppnishæf við aðrar nálægar borgir sem vinna að því að markaðssetja sig sem ráðstefnu-, funda- og viðburðarborgir. Reykjavík er til að mynda komin í fimmta sæti á lista yfir 20 borgir á Norðurlöndunum þar sem vísitala sjálfbærni í tengslum við funda- og ráðstefnuhald er reiknuð út. Náttúra, menning og mannlíf eru auðlindir okkar og Reykjavíkursvæðið sérstök blanda af innviðum sem standast alþjóðlegan samanburð sem og sveitarómantík. Sérstaða landsins er að margra mati hið einstaka andrými, fegurð, gestrisni og kyrrð ásamt aðgengi að umhverfisvænni orku. Talsverðir hagsmunir eru í húfi fyrir áfangastaði að byggja upp orðspor og eftirsókn innan MICE-greinarinnar enda er markaðurinn talinn vera einn af lykildrifkröftum hagrænnar innspýtingar vegna arðbærni hans. Rannsóknir sýna enn fremur að þessi markaður hvetur sérstaklega til tæknilegrar framþróunar, eflir viðskiptatækifæri og stuðlar að uppbyggingu sértækra þjónustustaðla og innviða (UNWTO 2015). Stofnun Meet in Reykjavík var stofnað í janúar árið 2012 í þeim tilgangi að búa til innlenda kjölfestu fyrir langtíma sókn á MICE- markað. Markmiðið er að Reykjavík og nágrenni verði meðal eftirsóttustu ráðstefnu- og viðburðaborgum í Evrópu árið 2020 og leiðandi afl í stefnumótun MICE-ferðaþjónustu á Íslandi. Reksturinn er samvinna nokkurra opinberra stofnana og einkaaðila eða svokallað „Public Private Partnership" þar sem kjölfestuaðilar eru Reykjavíkurborg, Icelandair Group og Harpa ásamt fjölda fyrirtækja sem telja sig hafa hag af auknum fjölda ráðstefnu-, funda- og viðburðagesta til landsins. Meet in Reykjavík er ekki rekið í hagnaðarskyni heldur liggur verðmæti aðildar í samtaka markaðssókn á erlenda MICE-markaði og eflingu hagmunatengslanets. Starfsemi Meet in Reykjavik starfar innan alþjóðlegs samkeppnismarkaðar við að markaðssetja Reykjavík og nágrenni sem áfangastað fyrir ráðstefnur, fundi, hvataferðir og viðburði. Stuðst er við margþættar markaðsaðgerðir til að skapa jákvæða og einstaka stöðu í huga viðskiptavina. Meet in Reykjavík er aðili að alþjóðlegum félagasamtökum innan MICE-markaðar eins og ICCA og er meðal stofnenda stefnumarkandi bandalags evrópskra ráðstefnulanda (European National Convention Bureaux Strategic Alliance). Tilgangur Megintilgangur þess að sækja á MICE-markað er að hámarka gjaldeyristekjur úr ferðaþjónustunni og auka afleiddar tekjur Reykjavíkurborgar af móttöku MICE-ferðamanna og fjölga ársstörfum í greininni. Annar tilgangur er að búa til þekkingarsamfélag sem leiðandi afl í stefnumótun MICE-markaðar á Íslandi. Með tilkomu MICE-ferðamanna verða árstíðarsveiflur jafnari, nýting innviða því betri og umgengni um landið að mestu undir handleiðslu fagaðila. Markmið Að auka hlutfall ráðstefnu-, funda-, hvataferða og viðburðagesta til landsins af heildarmarkaði ferðamanna þannig að það verði 11% af ferðamannamarkaðnum á Íslandi árið 2020.

Articles in this issue

Archives of this issue

view archives of Meet in Reykjavík PR - Um Meet in Reykjavik og upplysingar um radstefnu- og hvataferdamarkadinn 2016_digital version 01.07.2016